Saga Teiknistofunnar Óðinstorgi sf


Teiknistofan Óðinstorgi var stofnuð árið 1965 af MA skólafélögunum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum arkitektum og Vífli Oddssyni verkfræðingi. Helgi brautskráðist frá Stuttgart, Vilhjálmur frá Edenborg og Vífill frá Kaupmannahöfn.

Árangur í samkeppnum styrkti stoðir undir nýstofnaða teiknistofu. Frá upphafi hefur stofan verið rekin á Óðinsgötu 7 við Óðinstorg, lengst af í eigin húsnæði.

Teiknistofan hefur á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun sinnt margvíslegum verkefnum . Af fjölda bygginga fyrir einkaaðila og opinbera aðila má nefna hús Öryrkjabandalags Íslands og Múlalundar við Hátún, Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar á Klaustri, Bústaðakirkju, Útvarpshúsið við Efstaleiti, hús utanríkisráðuneytisins við Rauðarárstíg, Ráðhúsið á Bolungarvík og Áskirkja.

Eftir 40 ára samfellt samstarf árið 2005, ákváðu þeir félagar að aðgreina starfsemina í þrjár stofur. Stofa Helga er Teiknistofan Óðinstorgi HH, TÓ arkitektar, stofa Vilhjálms er Teiknistofan Óðinstorgi VH og stofa Vífils er TÓV verkfræðistofa.

Starfsmenn T.Ó arkitekta eru Lena Helgadóttir arkitekt, Björn Helgason byggingafræðingur og Helgi Hjálmarsson arkitekt auk annarra lausráðinna arkitekta sem vinna í samráði við stofuna að ýmissri hönnun.

 

Smelltu hér til að skoða ferilskrá (PDF)

 

Björn Helgason

bjöThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
510-2201

Helgi Hjálmarson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
510-2200

Lena Helgadóttir

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
510-2202